Ég er blettur á íslensku rappi, hvorki svartur né hvítur/
en fólki finnst ég hrífandi einsog maður með hrífu/
á margt eftir ólært, ég er bara ungmenni/
svo þegar ég verð eldri verða þeir sem eru nú frægir úreltir/
ef vindurinn blæs á móti sný ég við og geng í aðra átt/
hata margir mig? mér er sam' um þá, það er ekkert vandamál/
því ég veit að ég er öflugur/
þótt ég standi á eigin fótum og svara með styrk tvöföldum/
bíð með að gefa út því ég hef ekki hertekið íslenskt rapp/
ennþá, þó að ég hafi reynt það ítrekað/
það dugar ekki að vinna böttl, það dugar ekki að pósta/
stend kannski á eigin fótum en klifra upp með hjálp þeirra fóta/
skýt röppurum skelk í bringu með orðaleikjum og líkingum/
lífsstíllinn er hluti af mér svo ég þarf að vera hluti af lífsstílnum/
ég stend á eigin fótum, en ég stend samt/
því ef ég dett, þá mun allt versna…

Chorus 2x:
Ég stend á eigin fótum, spila eftir eigin nótum/
reyni að veita hópnum sem að segir mig enga ógnun/
mótspyrnu, því ég verð stórt nafn á fróninu/
og mun ekki stoppa þótt ég eignist glás af óvinum…

Ég sigli á sæ hiphops, stefnan er að verða frækinn/
hef öðlast nýja sýn á hiphopi, vil komast í besta sætið/
ég er ekki ennþá þekktur, eða umdeildur/
ég hef samt tekið skref í rétta átt einsog Hugleikur/
draumar mínir um frama mega ekki verða að martröð/
eftir nokkur ár mun rapp mitt fá fólk til að taka andköf/
því hæfileikar líkt þeim sem leynast í mér eru vandfundnir/
en það er ekki hægt að byrja og verða góður samstundis/
ef einhver myndi hjálpa mér væri þetta auðveldara/
svo allt í einu kemur ríkur maður í flauelsjakka/
og býður mér samning, og ég mun selja selja selja/
og þeir sem sögðu mig eiga enga framtíð munu kveljast kveljast kveljast/
það þarf að berjast berjast berjast, þá opnast allar gáttir/
stend nú á eigin fótum en mun seinna rokka magnað krádið/
ég stend á eigin fótum, en ég stend samt/
því ef ég dett, þá mun allt versna…

Chorus 2x:


Endilega kommentið
Ef þú átt eitthvað vantalað við mig….slepptu því að segja það.