Þetta líf er ekkert annað en lífskapphlaupsstríð/
Reyni að komast áfram en útreiðin virðist óblíð/
Göngum menntavegin til að getað eignast framtíð/
Ef þú hættir göngunni stíngur ríkistjórn í þig hníf/
Við viljum öll vera rík, forstjóri fyritækis/
augljóslega séð veit ég að draumur aldrei rætist/
allir vilja vera sinn eigin herra/
og að eiga seðla græna er ekkert verra /
fólk hustlar út á eignirnar og bankainnstæðuna/
hlusta á pólitíkusa og hristi hausinn eftir ræðuna/
eltumst eftir bréfsneplum, vinnu og virðingu/
villumst í fátæktina og lokumst inní girðingu/
fæðumst í ól svo við villumst ekki út af sporinu/
sum börn blómstra en hin springa ekki út með vorinu/
ætlast er að við gegnum stóru hlutverki seinna/
en þetta líf er miklu margslungnara en það/
fólk selur sjálsvirðinguna fyrir peninga/
fólk kvelst fyrir framan stóru karlana/
fuck alla peninga, peningar eru vopn fyrir konúngana/
einstaklingshyggjan mun að lokum drepa veröldina/
það virðist sem að hjartað kalt/
sigri veröldina okkar þúsundfalt/
með sköttum er helt í sárin salt/
ráðabrugg þeirra virðist snjallt/
fólk er með þráhyggju fyrir raftækjum, bílum og klæðum/
á meðan sumir svelta þá rándýran matseðill við snæðum/
er jafnrétti til staðar það held ég ekki/
mismunun að eiginlífsreynslu ég þekki/
ég reyni að púsla saman síðasta púslinu/
en ég virðist ekki fitta inn í lífspilinu/
öryrkja, atvinnuleysi, geðveiki og fátækt/
er þetta líf ekki ömurlegt ,……….nei lífið er frábært/

x:?
sólin skín en ég er að drepast úr kulda/
allir græða en ég er alltaf að skulda/
draumurin virðist rætast en ég er fastur í martöð/
allir brosa breytt en ég er að drepast úr kvöl/
Christmas morning smelled fresher than angel pussy - Aesop Rock