ok ég ætla að byrja að óska Dóra DNA til hamingju með sigurinn hann átti þetta fyllilega skilið. Til að skíra mitt álit þá fannst mér KJ eiga fyrstu lotu en Dóri eiga næstu en KJ klúðraði 3ju lotu algjörlega og Dóri tók sigurinn örugglega heim með flottri seinustu lotu.

En skandall kvöldsins fannst mér vera Hugsun vs Axel (kannski Alex) Axel átti þann bardaga algjörlega, í 1 lagi þá skildi ég varla orð af því sem Hugsun sagði og ef ég hefði skilið það þá veit gaurinn ekkert hvað taktur er, því flæðið í rímunum hans var ekki til. Örugglega óöruggur því í seinni bardaga hans var textinn hans flottur en passaði alls ekki við taktinn, laga það Hugsun ;).

Annars fannst mér allir bardagarnir fara eins og þeir áttu að fara (btw ég byrjaði að horfa 23.10), og mikið betri bardagar en ég sá seinast, keep up the good work boys.