Ég ætla ekki að gera neitt úr þessu, vildi bara sjá hvað fólki finnst um <b>topicið</b> sjálft. En endilega dæmið :)

Þurfum við endalaust að vera í stanslausu stríði?/
Fólk hefur sínar skoðanir, en látum hvort annað í friði/
Það er svo sorglegt, öll þessi fokkin hryðjuverk/
Þetta heldur áfram, þótt svo að lögin verði hert/
Talíbanar sprengja upp hús og jafnvel heilu þorpin/
En það eru bandarískir hermenn sem eru sorpið/
þegar öllu er á botninn hvolft og til enda er horfið/
Pína fanga, mígá þá, henga þá á ökklum uppá slá/
Segjum við bara já og amen við svona vandalisma?/
Hvað er það góð'og vonda, á að brenna fánann bandaríska?/
Eða á að halda áfram að myrða saklaust fólk í arabalöndum/
Þetta rugl er komið of langt, er að fara úr böndunum/
Svo að ég vitni í fyrstu línu textans; Þarf endalaust stríð/
Þetta er ekki bara í útlöndum, ég á líka við íslenskan lýð/
Þótt hér sé allt mikið minna, þá verður þessu samt að linna/
Hér er það aðallega andlega, og engar sprengingar/
Mikið af orðum, særingum og andlegum flengingum/
Úr stjórnmálum í almenning, úr almenning í íslenska rappara/
Nú hef ég þrengt hringinn heiftarlega mikið, niður í örfáa/
Rapparar dissa aðra, lenda í böggi og skítkasti/
Svona er þetta daglega, við erum föst í vítahringi/
Svo byrjum við á batli, en það verður of persónulegt/
Fólk fer á endanum að rífa kjaft, svo verður það líkamlegt/
Er það allra manna draumur, að gef öðrum dauðann/
Þetta er algjör martröð, þúsunda manna jarðarför/