ég veit að þessi texti er með soldið miklum mun á línu lengd en reynið að taka eftir stuðlum og höfuðstöfum, ég veit samt ekki hvort að stuðlasetningarnar séu réttar.

Eldur og Ís

ég stend á stað, staðfastur og öruggur
svo skyndilega, finn ég fyrir köldum gust
sný höfðinu og horfi uppí himininn
ég halla höfðinu, eldur undir mér æsist í kyrrðinni
ég finn að mér hitnar og ég teygi mig til skýjanna
ég brenn, eldileikin tilveran, ég verð að flýj’ana
ég ligg á ísnum og mig langar aftur í hitann
svo lít ég niður, sé þig í eldinum, í egin svita
ég veit þá að þar vil ég vera, nálægt þér
ég verð að komast úr kuldanum, allt er fátækt hér
og ég hleyp niður til að fá hitann aftur í andlitið
nú hef ég sjón á fegurðinni sem mér hefur aldrei fallið við
þegar ég hef svo setið öruggur um stund, við hlið þér
þá finn ég brunann og sé þá hvað þú vilt mér
ég vil komast burt, komast aftur í kyrrðina
ég get ekki verið hjá þér þótt ég vilji það
en kyrrðin er dauð og ég kasta mér á jörðina
og kemst að því að báðar hliðar auka kvölina
ég leita af leið til að komast undan
þessi lífsreynsla er eitthvað sem ég mun ávallt muna
svo sé ég svartan hyl sem ég stekk oní
og ég skil núna að ekkert kemst á milli í baráttunni milli elds og íss
<br><br>“Jarðaru mig með þínu lagi? bidd'um griðastað/
eins og blankur maður, þarft'að láta skrifa'ða” JonniJafnhár

“Skot mín á þig eru alltaf með réttum hnitum eins og hjá skyggn manni í battleship/
ég er eins og flókið dæmi, rapparar hugsa sig 2var um áður en þeir battla mig” JonniJafnhá