Tíðarandinn er að breytast/
Það að líta út eins og regnbogi þykir feitast/
Við nýju tískuna þýðir ekki að skeitast/
Margir lítið á móti streytast/ og fylgja strauminum/
En í strauminum er ekkert sem heitir sjálfstæði/
Ef það væri töff, væri þeim sama þó þeim blæði/
Það er sama við hvern ég ræði/ eintómar gufur/
Í heimi þar sem tískublöð þykja fræði hljóta að vera glufur/
Hljóta að vera hinir ósnertanlegu sem ekki falla/
Þeir sem ekki láta ekki tískuljónin á sig kalla/
Til þess þarf bara að rappa til að úr hausum þeirra tappa/
Láta alla hætta þessu kjaftæði og fá aftur hina íslensku kappa/