Dagar lengjast, saman renna í klessu fulla af tíma
alltaf lengra, bara verra er ég reyni að hugsa´og´ríma
atvinnulaus drop out, tóm hugsun og ég rím(a)-um-það
fylgist með klukku, klukkustund á milli allra mínutna
aðgerðaleysi og svo skyndilega eyðast allir litir
enginn grænn, blár rauður bara mismunandi svart og hvítir
andlit fyrrverandi vina missa einkenni og brosin breið
fletjast útí tóm og smettin verða öll alveg eins
allskonar verður samskonar og galopnað verður harðlokað
ímyndurafl deyr og þar með verður rapp-stopp-strax
náðargáfan sem þeytti mér ávallt áfram
fór að gránast-brátt þar og feigð mín nálgast á mann
blákalt kýs eymdin að tortíma og svo líða
áratugir áfram þungir og stoppa stutt en kom-hingað
sjáðu þar sem áður var hvítt þung og svart
er orðið horfið og eftir stendur opið ginnungargap


P.S
ég veit að þetta er artý-rusl og ég biðst afsökunar á því… verið róleg því að ég mun aldrei taka þetta upp og sollis.
Kem með “ég-er-betri-en-þú” rímurnar sem allir elska á næstunni. Fylgist með.