Augun þrútin og rauðsprungin. Búin með bútinn, magnþrungin.
Kaldar hendur halda utan um punginn, einmanna sálmur um þig er sungin.
Þú kyssir stútinn og tekur upp klútinn, þú heldur um stýrið eins og forðum hrútinn.
Þú hlóst er þú dróst hann í dilkinn þinn og þú hlóst er þú slóst í för með fimm,
Stilltum piltum sem fljótt urðu að villtum trylltum fyllibyttum.

Nú ertu nartandi í nýdauða dúfu. Hinir fimm fengu stúdentahúfu.

Ber er hver að baki nem’ann sér bróður eigi.
Sérhver sér að gæfa er allt annað en gjörvuleiki.
Hamingjan er ekkert annað en hugarástand,
sama sem hvað sem er sem dugar áfram.
Þá hverfur hver, einasta hugarangran
fyrsta og síðasta píslargangan

Einhver er að byrla mér eitri sem ég gleypi, hverjum er ekki skítsama hvað ég heiti.
Ég reiti þá til reiði í þeirra teiti og neyði þá um leið að sjá skítseyði.
Ég freyði froðu á voðalega fínt Tyrkneskt teppi
og vakna daginn eftir í spennutreyju á Kleppi.
Alltaf á byrjunarreit og ekki í neinni keppni.
Hvenær kviknar ástin aftur í hjarta þínu
Kvalið, kalið og þú kannt ekki að kvarta pínu.
Þú ert sekur,sekur sem sindin,sindin sem tekur,tekur allt í einu .
Í beinni útsendingu er ég útlendingur ég er kúvendingur og ef þú ert slingur
Ertu snöggur sem löggur sem er í nokkur töggur að sjá að það má afskrá mínar skoðanir.


Ég vildi að ég ætti allar mínar minningar, eftir allar mínar hyllingar.
Skrifaðar inní skjal og dagsettar á dagatal, ég myndi fara inní það og lesa aftur, aftur.
Og sjá hvar mér hefur yfirsést og sjá hvað mér án efa þikir best.
Ég vil gera mikið mest ef að tækifæri gefst.
Af mér krefst kveðskapurinn þess að þagga niðrí
öllum svona köllum sem að reyna að sýna skilning.
Ég skal reynað taka tillit til þín.
Þótt þolinmæði mín sé að þrotum komin,
segi ég samt að sjálfagi sé oft frá borðum borinn.
En allur sorinn sem við sætum hérna er að sjálfsögðu soltinn og étur rætur gjarnan.

Enn nú sést næturstjarnan, stattu upp, sjáðu hana,
fylgdu henni annars muntu bráðum stama.



*Mc*SB*
(atfish