Ég þarf að borga til baka, allt sem hefur verið fyrir mig gert/
þarf næstu nætur að vaka, því ég skulda sjálfum mér höfuðverk/
neyðist til að bræða ísjaka og skjóta íslamskan klerk/
reiðist sjálfum mér fyrir að saka án þess að sönnuð sé sekt/
dæmdi sjálfan mig ógildan, því ég var hræddur við hugann/
nú reyni ég að dyljan, því saksóknari reynir að bugann/
hver í ósköpunum á viljan, hver er sjálfstjórnar sugann/
ég veit það ekki enda veit ég lítið, skrýtið ég veit ekki hver á lífið/
bítið sem ég rappa yfir, veginn sem ég geng eftir/
út af hverju Hr.ég lifir, af hverjum hæfileikar mínir voru keyptir/
hverjum á ég að borga, skulda ég mömmu eða almættinu/
á hvern er ég að orga,,, þig, sjálfan mig eða persónu í sjálfinu/

ég sækji sjálfan mig til saka, fyrir óborgaðar skuldir/
slæ sjálfan mig til baka, því mínir draumar eru huldir/
lenti undir þegar ég taldi klukkustundir í réttarsali sálarinnar/
leitaði í sakleysi æsku minnar en það var ekkert að finna þar/
svo nú ákalla ég sjálfan mig og einnig þig til að sverja svar/

Ég er að skrifa hér í fyrsta skipti svo hvað finnst ykkur um þetta?