En hvað um það, geng minn veg eins og ekkert sé að
skiluru mig, skiluru hvað ég meina
fæ ekki neitt útúr neinu svo hvað er ég að reyna
feta í fótspor annara
eingin skilur mig ég er stór lífsflækja
lífið er fokkt, eins og ónýt uppskera
allt frekar dapurt líkt og ég sé einn í heiminum
einfarinn alltaf einn og sér í horninu
geng eins og vofa, á erfitt með að sofa
finn mér stað og stund til að hugsa
hugsa djúpt, og finnst ég stundum vera að sökkva
eins og skip í erfiðri veðráttu
á mér ekki von, nema með strembri baráttu
pabbi sagði mér alltaf að sýna karlmennsku
en hvað er það, á erfitt með að vera annar en ég er
týndur í maurahrúgu, fylgi ekki hinum í þeirra her
samvinna er eitthvað sem ég hef aldrei skilið
reyni alltaf að færa mig nær fólki til að brúa bilið
reyni og reyni en það styttist bara í fallið
ég var gerður til deyja, og síðan kemur kallið
kallið sem seigjir, Björn þú ert næstur
ég hef ekki rassgat hérna, svo að ég er ekkert hræddur
skrítið hvernig sumir skjálfa á beinunum
hræddir við að lenda undir, það enda allir á himnunum

skoðanir…?
<br><br>Menn eiga ketti, en ekki hunda….
Fólk er pæling, en dýr eru flókin….
stelpur í of stuttum pilsum…Yeah