Skuggar nætur lengjast, leggjast yfir hugann/
Ljósgeislar reyna að troðast inn en það er engin smuga
Ég reyni að brosa og vera björt, þótt að eitthvað vanti/
byrja daginn með kaffikönnu og þreföldum prozakskammti.
Ég líð í gegnum daginn, það gerist ekkert sérstakt/
ég get ekki brosað einlægt, mér finnst hjartað alveg kalt.
Meðan sumir stefna hærra en eftirlaunin hjá Dabba/
ég lifi í meðalmennskunni, á meðan ég lifi ég ekki kvarta.
Ég vaki fram á nætur, fer að sofa undir morgun/
ég drekk ekki til að djamma, ég þamba til að drekkja sorgum,
en þær vilja ekki drukkna, þær virðast læra að synda/
afhverju er ég svona? það eiga margir um sárra að binda.
Ég lifi fyrir hiphop, það eina sem mig hungrar í/
það lætur mér líða betur, frá þunglyndinu stundarfrí.
Um leið og rappið byrjar finn ég hvað mér fannst vanta/
alveg þó að ég viti að um leið og lagið tekur enda
að ég verð á sama punkti eins og hugurinn fari í hring/
en rappið róar mig þó niður eins og dóp eða staðdeyfing.


Ekki fínpússað.. samið í skólanum og nenni ekki að breyta þessu strax …<br><br><b><a href="http://www.feminem.blogspot.com“>feminem</a>
<a href=”mailto:female_emin3m@hotmail.com">e-mail</a></