mér finnst ég hafa þurft að höndla nægan sársauka /
ég get ekki lifað, hver dagur gerir mig sárauman /
ég lifi í von um að geta grafið þetta undir mér /
ég vil komast burt frá þessu en ég er bundinn hér /
tíminn græðir ekki þessi sár eins og brotin bein /
ég hef ekkert til að lifa fyrir nema vonin ein /
ég get ekki lifað án þess að eitthvað sé að kvelja mig /
ég veit ekki um betri leið út en að fucking drepa mig /
því þetta er að gera útaf við mig, gerir mig veikburða /
ekki segjast vita neitt, því þú veist ekki neitt um það /
þessi kvöl er byrjuð að magna upp hatrið og sorgina /
og er nú þegar búin að drepa niður valdið og vonina /
núna er ég vonlaus og lífið hefur misst mína athygli /
ég skil ekki hví mitt líf þarf að vera eintóm harðindi /
haturinn er svo mikill að hann er að fara'ð brenna mig
ég finn að lífið gerir dauðann sífellt meira spennandi /
svona hugsanir er það sem ég þarf daglega að berjast við /
ég valdi ekki þetta líf, afhverju þurfti það að velja mig /
ég reyni samt að vilja lifa en ég þarf að strita við það /
ég lofaði að halda lífi, ég kvelst og þarf að lifa við það /

viðlag:
í reiði minni og ótta brýt ég það sem brotnar/
ég opinbera hatrið aðeins þegar ljósin slokkna /
ég er að reyna en ég veit ekki hvort ég muni lifa af……

minningarnar ásækja mig, svo ég gríp til vopna /
ég kvelst þar til þessar tilfinningar eru horfnar /
ég þarf af komast burt frá kvölinni, ég þarf griðastað……

það sem kvelur mig er það sem lætur mig finna fyrir öryggi /
í hvert skipti sem ég heyri röddina fer minna fyrir kvölinni /
ég er góður við naungann en ég fæ hráku beint í andlitið /
hommi, tittur, skáeyga mella, pælið í því sem þið kallið mig /
gerði það fyrir aðra sem enginn gerði, hvar var þakklætið /
þegar mér var hrósað ég viss um að það væri í kaldhæðni /
þið brutuð mig, ég hélt að heimurinn myndi hata mig /
var ég bara sóun, var illa farið með loft þegar ég andaði /
þessi paranoia segir mér að allir vilji deyða mig /
ég treysti bara mínum nánustu aðrir vilja meiða mig /
ef það væri ekki fyrir ykkur væri ég búinn að gefast upp /
þið eruð hjarta mitt, ég elsk'ykkur það skuluði ekki efast um /
mér finnst samt að hnífurinn sé sá sem muni bjarga mér /
en ég lofaði því með handa bandi að ég muni ekki farga mér /
langar öllum að losna úr hringrásinni eða er það bara ég /
er tilgangur í lífinu, ég spyr en engin getur svarað mér /
ég vil samt sjá blóðið leka og mynda poll á gólfinu /
sé spegilmyndina grátandi og fjarandi út í blóðinu /
svo eyði ég seinustu stundunum liggjandi í pollinum /
og léttir mjög að vita að ég þarf ekki að kvíða morgninum /

viðlag:
í reiði minni og ótta brýt ég það sem brotnar/
ég opinbera hatrið aðeins þegar ljósin slokkna /
ég er að reyna en ég veit ekki hvort ég muni lifa af……

minningarnar ásækja mig, svo ég gríp til vopna /
ég kvelst þar til þessar tilfinningar eru horfnar /
ég þarf af komast burt frá kvölinni, ég þarf griðastað……
x2
<br><br>“Jarðaru mig með þínu lagi? bidd'um griðastað/
eins og blankur maður, þarft'að láta skrifa'ða” JonniJafnhár

“Skot mín á þig eru alltaf með réttum hnitum eins og hjá skyggn manni í battleship/
ég er eins og flókið dæmi, rapparar hugsa sig 2var um áður en þeir battla mig” JonniJafnhá