Ég er tíkin sem á afkvæmi, hver ríma mín er hvolpur/
þeir fljúgast á, fylgja með beatinu, hver einasti er svartur/
munu þroskast, vaxa, dafna og verða að hörðum rökkum/
enginn ræður við þá, þeir bíta við þungum höggum/
Fastar sem þeir verður haldið niðri og þeir látnir þegja/
því harðar munu þeir slíta ólar, gelta og hafa meira að segja/
Rakkar og tíkur, við erum 100% hiphop, heilsteypt í gegn/
Fm kjúklingar og beljur munu hræðast og ekki festa svefn/
Kerfið lætur á okkur munnkörfur gegn bitum og gelti/
kæra sig kollótta um þótt afkvæmi úlfanna svelti/
Skopparar bítast á með orðum, gelta battlandi á hvorn annan/
Munið að hundar gleyma ekki, þeir muna alltaf hver sló hann/
En líkt og bylur hæst í tómri tunnu, heyrist hæst í huglausum hundi/
Útgáfufyrirtæki gefast kannski upp en rappið helst á hundasundi
Ríkið er ekki hrifið, reynir að ná í skottið á óeyrðaseggjum/
þeim sem merkja sér svæði, lyfta löpp eða graffa á veggjum/
löggurnar, hundafangarar eru þó yfirleitt of seinir/
Rapparar reyna að halda micnum eins og hundurinn beini/
sumum bregst afl og flýja með skottið milli lappanna/
en eftir að hiphopið er komið í gegn, snýrðu ekki aftur til lambanna.
<br><br><b><a href="http://www.feminem.blogspot.com“>feminem</a>
<a href=”mailto:female_emin3m@hotmail.com">e-mail</a></