Árin líða áfram og klukkuslögin slá í bergið/
Og læt mig dreyma um samband sem ég átti ekki/
Ég ligg einn og huxa og reyni að gleyma tímanum/
En regndropar slá í gluggann sextíu á mínútu/
Stormurinn sem fylgir feykir mér úr jafnvægi/
Finn að ég mun falla shit! ég hoppa af slánni jafnfætis/
Stend þar haltur andspænis tíma sem rennur hratt út/
Ég hef eytt honum til einskis, í vínglas og hassbút/
það leika um mig sviptivindar sem fella mig af stallinum/
blendnar tilfinningar éta bút af hjartanu/
Ég var bitin til blóðs af nagandi samvisku/
Stormurinn skellur á og ég slepp ekki frá fallinu/
Síðustu sandkornin falla hljóðlaust niður sigtið/
Tímaglasinu hefur verið snúið við í síðasta skiptið/

smá shizzle sem ég var að gera, samt bara frumútgáfa, eftir að laga upp á flæðið og sona