Svo langt sem minni nær, ég minni maður er en ég var í gær,
hugsanaferlið hægir á og haldreipið færist höndum fjær
fótfestan óstöðugri og ég næ ekki lengur niður í tær
sælureitur skammvermur þó sólin sé sosem nógu skær
tilfinningatombóla, á tíkall fara tárin tær
teyknimyndafígúra, rauður Reykjavíkurbær
gulu hús, neonljós, gráar hellur, græni sær
strætismús, oní krús, ló sem lús, blái blús
stílabók, pennastrik, míkrófónn, upplýst svið
væli værukæra vitleysu og vökna við og við
sé litagleði í gráskímu og hræðist eigi andlátið
svo innhverfur í hugsun að ég kannast vart við andlitið
pósa sem minn líkami en búktala um munnvikið
á botni brunns að grafa neðar, finnst það æði grunnhyggið
heyrnartól á hausnum svo ég heyri ekki herkallið
herramaður út í fingurgóma, slíkt er sjálfgefið
mátt vart mæla morð af munni, lítilsilgda málfrelsið
minstral mirrors in my mothers make-up make me counterfeit
smeygi mér með skuggum svo fólk sjái ekki sáðlátið
en egótripp mitt endar hér því bið ég bangsa að taka við
Friður..