Jæja rímnaflæðikeppnin búin þannig að ég smelli þessu bara inná.

1 vers
mc´ar rífa kjaft og segjast mæta mér með skotvopni/
en ég mæti þeim með míkrófón í hendi og minn skolt opinn/
rímorðin flæða brjáluð áfram, strákurinn notar atkvæðin/
þó ekki betri en flestir, aðeins 2 ár í þessu rappfagi/
en nóg til að kremja þig og þína, komið með ykkar auma rím/
ég mun rústa þér og þín vegna vona að þú eigir aukalíf/
kem að þér skjálfandi, eftir á þú hreyfir hvorki legg né lið/
actar stórt, svo helduru að þú eigir eitthvað í fokkin emmsé Brisk/
áttiru erfitt líf? mér er skítsama hvernig þér farnaðist/
gaur, elskaru hiphop? er kærastinn þinn fokkin rappari?/
svo erjur milli okkar? þú veist að ég mun ávallt sigra/
köstum upp pening til að sjá hvor er betri og ég vinn með báðar hliðar/
enginn spurning að ég er betri svo ég ræðst bara á hópinn þinn/
náfölnið einsog eftir blóðmissir, fávitar hverfa þó fyrstir/
ég þeyti ykkur wack mc´s í burtu, þú getur kallað þetta tiltekt/
skil þig eftir án vitneskju um eigin dauða einsog Bruce Willis í Sixth sense/

2 vers
ég sem með reiði, rappara meiði, og fokkin krem rím þitt/
þegar Brisk byrjar með læti fara litlir rapparar til helvítis/
því ég er textalega feitur, sleipur, heitur, tæpur/
því að, ég slæ út rappara í, einum grænum/
þetta ætla mætti búið spil, er ég tækla þig með tungunni/
hiphop er dæmið og ég ætla ekki útúr því/
ég er djöfullegur emmsí, samt rappari af guðs náð/
svo að ég tek með mér hæpman, bara til að suss´á/
það sem bíður þeirra sem vilja mig, þú veist það hrá meðferð/
eitt lag á emmsé, þeir beila þá kveð ég/
Brisk með ferskar klausur, hress og einatt hraustur/
sama hvað er það alltaf gott og blessað einsog klaustur/
með fjórar árásir ber þig oft þú hefur aldrei séð betri flokk/
með meiri pening á milli handanna en tínsa með kreditkort/
já ég sem hiphop, á meðan þitt rapp, er skissa/
þú verður hissa, brýt þitt sjálfstraust einsog kitkat/

3 vers
ætlaru að komast að? en það er alltof seint svo fjandinn/
ég byrjar og rapparar halda KáJoð einsog Kjarri/
svo fokk it, ég er þreyttur á að sýna heilindi/
sérðu emmsí í speglinum? þá ertu að horf´á mína spegilmynd/
talið um að skarta gullkeðjum en ég sé ykkur skarta dissum/
talið um að vanta villur en ég sé ykkur vanta byssur/
svo þegar þið þarfnist beefs er alltaf mitt í skauti/
fokk að sparka rímum ég fokkin sparka þig í hausinn/
þegar ég rappa og ríma er það guðdómlegt á mælikvaðra satanískra/
svo ef þú færð hann harðann skellinn skaltu muna að ég mun varla mýkjast/
koma með gagnrýni á mig og að ég rappi ekki rétt/
viltu byrja á dissi? konur fyrst svo, asni, á eftir þér/
þegar ég byrja skaltu láta þig hverfa eða þú hverfur alfarið/
betra að minnast þess með bitrum söknuði þegar þú andaðir/
kýli þig með rími, með lungun tóm þó þú hafðir fyrst nóg loft/
og það sem ég geri næst, þú mátt kalla það framhaldið af dead body disposal/

4 vers
endasendast við að semja texta, þú munt falla strax við forspilið/
en fyrst þú gerðir þitt besta þá skal ég vanda svarið homminn þinn/
með fjögur vers, hvert sextán línur, en skammtarnir virka skemmandi/
fíflið rappandi um peninga og bitches en vantaði að kinnast kvenmanni/
ég er það, sem þú vilt ekki fokkin lenda í/
þrykki í þig mínum bestu línum verst að þú ert merkjafrík/
talar um að dissa ekki hópinn og missa ekki móðinn/
……..svo fífl, ertu að fiska eftir hrósi?/
gef þér á kjaftinn með slagara, þú þá hefur kynnst hörðum rappara/
af hverju ættiru að hætta í hiphopi? líttu á mig, sönnunargagn A/
ég maska hart alla wack rappara einsog rafmagnsgítar/
sem varla rappa en falla bara vegna skakkafalla slíkra/
en ég mæti þó svo á svæðið og hress og góður hristi upp/
í hipphopp menningunni, svalur einsog mjólkurhristingur/
Dæmalaus Hefðarköttur sem ver sitt með klóri og krafsi/
Spíti með rími í þig skíti og er fokk sama um blót og þannig/

<br><br>_____________________________________________________

Er hægt að taka mark á nokkrum manni með undirskrift?