Já. Textavarp vann og vil ég óska þeim til hamingju með það þó að eg hafi orðið frekar svekktur að sjá ekki Jóa Skyr. TalandiTunga var í öðru (þó að að mínu mati fannst mér að hann ætti sigurinn skilið(kannski einhver phobia við að senda titilinn aftur til Sauðárkróks)). Akademían var svo í þriðja sæti. Gauti ruglaðist aðeins á sínum texta en mér fannst hann samt standa sig með ágætum. Verð að viðurkenna að mér fannst textinn hans ekkert það flottur þegar ég sá hann hér á huga en kom fínn út þarna og fékk hann verðlaun fyrir að vera efnilegastur þarna (sem ég skil ekki alveg af því að hann keppti í fyrra og ég hélt að svona verðlaun væru fyrir nýliða) en hann átti þetta samt alveg skilið. ESP spiluðu frábæra tónlist og FL náttúrleg líka. Á eftir ESP komu svo Mic Controllers og Rauðhærði gaurinn tók bara eitthvað freestyle þar sem að hann gleymdi textanum sínum. Góð keppni…gott kvöld.




Já og líka brisk er búinn að bæta sig helling síðan í fyrra. Til hamingju Brisk og Talandi Tunga.