Eins og margir vita nú, þá var The Source að grafa upp 10 ára gamlar upptökur með Eminem þar sem hann fer ófögrum orðum um svart kvenfólk. Eminem neitar því ekki að hafa tekið upp lögin og segist hann hafa samið þau í reiðiskasti og að hann hafi verið ungur og vitlaus. Í Fréttablaðinu í dag stendur að Eminem hafi varið sig vel…ég get engan veginn verið sammála. Maður sem er orðinn tvítugur á ekki að láta reiði sína í garð fyrrverandi kærustu bitna á öllum konum af sama kynþætti. Mér finnst þetta vera mjög lélegar afsakanir og ég veit ekki hvernig vinir hans taka þessu sem eru langflestir svartir…

<br><br>“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”
“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”