Við rokkum eins og fólk sem spann ull fyrr á öldum
fyrir mér eru fyrirmyndir bull í staðinn hef ég fullt af áhrifavöldum
skrifa rímur yfir einum köldum, nota svo flöskuna til að geyma öskuna
ef vel völdum röppurum sem ég breyti í brunarústir
og hinir missa andann eins og astmasjúklingar sem að verða að fá púst
ég nota mækinn eins og kúst, ég sópa til hliðar öllu viljavera liðinu
internet rapparar eiga ekkert erendi uppá sviðinu
pillið ykkur heim og fitlið við lyklaborðið
látið mækinn í friði gefið rétta emmsínum orðið
“hver ert þú?” Class B, borið fram eins í öllum föllum
fer ekki í kirkju á sunnudögum og rokka mækinn er mín köllun
rímur mínar flæða eins og vatnsföll úr fjöllum
og ég kaffæri krádinu í orðaleikjum snjöllum
og drekki sökker dj-um sem að spila bara diska
þeir eru eins og latir veiðimenn ekki uppá marga fiska
ef þú giskar á að rímakvótarnir séu tæmdir
þú mátt hugsa þig um tvisvar ég og Byrkir B alræmdir
í þessu fokking fagi og þá fáiði að vita
þegar FL mæta á svæðið er það ekkert nema fita