Ég ætla bara að fara stuttlega yfir lögin á þessri plötu. Blazmatic próduceaði öll lögin nema stafir (Ramses) og gerði það mjög vel.

Intro-Flottur taktur sem endar á ræðu um ljóðlist.

Stafir-Ekki besta lagið á plötunni en samt allt í lagi.

Uppámóti-Hart gangsta disslag á Mælgin MC með mjög flottum takti.

Ég er rappari-Eitt besta lagið á plötunni og ekkert smá flottur taktur.

Ég hata þig-Lag um fíkn hans á áfengi. Sennilega flottasti taktur á disknum og flottasta lagið (finnst mér).

Íslenskt-Lag sem byrjar á ræðu Einars Ágúst sem hafa verið skrifaðar nokkrar greinar hér á Huga um. Mjög flott lag um senuna á Íslandi. Fínn taktur

Ógæfumaður #1-Gangsta lag sem er ekki gott að hafa beint á eftir lagi þar sem hann sagðist ætla að stoppa beef þar sem að þeta lag er um að pynta rappara.. Flottur taktur.

Ram-s-e-s-Já, já. Flott lag með ekkert smá flottum texta og fínum myndlíkingum. Flottasta lagið ásmat Ég hata þig.

Textagerð-Mjög flottur taktur en ekkert rosalega góður texti samt allt í lagi. Held að textinn sé hér á Huga.

Takk, takk