Ég las greinina hér að ofan um Ice Cube og fannst hún ekkert sérstök, t.d. vegna þess að þar var nokkuð um staðreyndavillur. Mér fannst reyndar mörg svörin varhugaverðari…

Sko…
Ice Cube er einn af áhrifameiri röppurum í sögunni, og t.d. var honum kennt um L.A. óeirðirnar af sumum bandarískum fjölmiðlum. Ég held líka að versið hans í Fuck the police tali sínu máli, hann var á undan sinni samtíð í flæði.

Í dag er hann ekki eins pólitískur, og hreint út sagt ekki eins góður, en ef að fólk lítur á feril hans í heild þá eru þar MUN fleiri plúsar en mínusar.