Ég tek stundum stór skref, en stundum bara hænuskref/
stundum er ég epli, en stundum er ég krækiber/
ég mæti hér, ferskur og reyni að flowa betur/
ég vil verða frægur, flytja á alvöru óðalsetur/
en þetta gerist að sjálfu sér, ég verð að vera góður/
þolinmóður, mðaur fær ekki strax að spila á showum/
en hvað gerist ef ég missi mig, get bara ekki beðið/
þá stendur tíminn í stað, ég bæti mig ekki, ekkert gerist/
ekkert bætist, ekkert rætist, þetta vekur enga kæti/
græt mig í svefn, byrja að rífa kjaft og vera með læti/
ég verð ekki æði, rölti um Austurstræti og enginn þekkir mig/
það svekkir mig, þetta er orðið virkilega erfitt líf/
enda í eins manns íbúð á Kleppsvegi með sameiginlegu klósetti/
og á hurðinni á íbúðinni minni stendur: Ablaze hinn óþekkti/
ég hef ekkert líf, hiphop er lífið og hiphop er ekki hjá mér/
ég vil finna nýja leið, og finna hvar mín sál er/
reyna að bæta mig, komast aftur upp og verða vinsæll/
finna góðar línur og finna aðrar betri við þær/
ég verð að verða góður, móður og másandi reyni ég að klifra upp/
vinna upp, það sem ég tapaði og fagna svo á minni sigurstund…
<br><br>Þetta er stolin undirskrift