Þetta er ríma sem vinur minn og vinur hans skrifaði … mér þótti hún svo fyndinn að ég varð að deila henni með ykkur … ték it.

Til að fíla hana almennilega skaltu lesa hana hægt og rólega, en ekki of hægt og rappa hana einzog þú sért einhver dauðarokkari (það er hafa röddina það djúpa) að taka einhvað úber-hart lag.



Akkuru sestu ekki bara niður þegar ég segji þér þessa sögu
um þrjá litla grísi

OG

STÓRAN

VONDAN

ÚLF

Fyrsti litli sem grísin sem ég mun um ríma
vildi verða frægur svo hann keypti sér gítar
flutti til reykjavíkur til að verða stjarna
en kunni ekki á lífið svo honum var hafnað
kunni svo lítið, var eila bara bjáni
og datt í hug að búa til hús úr strái
og þaðan af vandræði að sér sánkaði
og einn daginn þá kom úlfurinn og bánkaði

Litli grís litli grís hleyptu mér inn
-ekki séns í helvíti þúrt ekki vinur minn
Litli grís litli grís hleyptu mér inn
-ekki séns í helvíti þúrt ekki vinur minn

Ég mun blása, og mása og feykja þér um koll
Ég mun blása, og mása og feykja þér um koll
Ég mun blása, og mása og feykja þér um koll
ég mun blása og ég mun mása og feykja þér um koll

Næsti litli grís sem ég mun frá segja
eyddi öllum sínum tíma út í garði að reykja
talda alla sína daga í feitu tókunum
og fékk sína peninga frá atvinnuleysisbótunum
bjó til húsið sitt úr rusli og spýtubraki
átti ekki einu sinni efni á almennilegu þaki
allt var skítugt því að hann þreif aldrei
og einn daginn kom úlfur á stórum vondum harley

Litli grís litli grís hleyptu mér inn
-ekki séns í helvíti þúrt ekki vinur minn
Litli grís litli grís hleyptu mér inn
-ekki séns í helvíti þúrt ekki vinur minn

Ég mun blása, og mása og feykja þér um koll
Ég mun blása, og mása og feykja þér um koll
Ég mun blása, og mása og feykja þér um koll
ég mun blása og ég mun mása og feykja þér um koll

Þriðji litli grísin, fyrir nóbels-verðlaun verðugur
sat inní stofu með bólur og gleraugu
pabbi hans var rokkstjarna og borgaði hann í skólan
en nákvæmlega engin þar vildi núna þola´nn
fyrir húsið sitt notaði flóknar teikningar
og pabbi hans sá um að borga alla reikninga
einn daginn kom þá ´hinn svakalegi dómsdagur
úlfurinn á staðnum og ofsalega sársvangur

Litli grís litli grís hleyptu mér inn
-ekki séns í helvíti þúrt ekki vinur minn
Litli grís litli grís hleyptu mér inn
-ekki séns í helvíti þúrt ekki vinur minn

Ég mun blása, og mása og feykja þér um koll
Ég mun blása, og mása og feykja þér um koll
Ég mun blása, og mása og feykja þér um koll
ég mun blása og ég mun mása og feykja þér um koll

Stóri vondi úlfurinn hann blés og blés
en sama hvað hann reyndi, ekkert gekk
Úlfurin blæs, en grísinn er ekkert smeykur
því að hann veit að húsið er gert úr harðri steypu
úlfurinn reyndi ennþá og það var mikil böl
svo að grísin litli hringdi í einn einn og tvö
strax og hann gat
-
og náði í RAMBÓ!!

Jó, Úlfkall
ég er þín versta martröð
Þinn rass er mín eign!<br><br><i>no offense óttar.. reynir að vera harður thug og eina sem þú segir er “mammaþín”
</i>-don-iris að dissa mig…
mitt svar : ha? mammaþín að segja mammaþín?