Einn drengur var svo æstur,
Að hann varð að vera næstur,
Inni var hann læstur,
Í skáp með risa snák.

Dauða saga ein,
Þú munt sjá rotnuð bein,
Er þú kemur heim,
Breytist þú í stein.

Drengurinn var svo hræddur,
Hann mun vera snæddur,
Og í líkföt klæddur,
Hann iðrast að vera fæddur.


Dauða saga ein,
Þú munt sjá rotnuð bein,
Er þú kemur heim,
Breytist þú í stein.


Dauða saga ein,
Breytist nú í bein,
Og gerir engum mein,
Breytist ekki í stein.


Dauða saga ein,
Þú munt sjá rotnuð bein,
Er þú kemur heim,
Breytist þú í stein

Nú mátt þú vakna,
Engu munt þú sakna,
Láttu þér batnaaaa.