Þetta er einn gamall sem ég ætla að endurgera haldið þið að það sé vit í því?

Við ætlum að skemmta okkur rosalega vel\
Ég tel, og þið endurtakið\
Númer 1: rífum af þakið\
Númer 2: dönsum þar til við fáum ill í bakið\
Númer 3: förum svo heim með gellu og bleytum lakið\

takið nú snúning og hristið, ykkar búning\
er þetta ekki yndið, þessi tilfinning\
við lifum hátt uppi svo hiphoppið, er himnasending\
með þessari menningu er okkur borgið, því hún sendir engan reinking\
við þurfum ekki skapið, því hún er okkar tilfinningar\
allir vita svarið, því hún spyr ekki spurningar\
setjum öll í háa drifið og reynum á taugarnar\
sprengjan er höfuðið og lappirnar flaugarnar\
afsakið okkur ef við hljómum eins og predikarar\
sakið okkur ef við ljómum eins og prakkarar\
hippið og hoppið er bara svona ljómandi\
flippið og skoppið því þetta er dynjandi hrynjandi í landi elskandi rappandi hip hoppara\
verum stolt af okkar menningu eins og flottri kellingu og hættum að kalla okkur skoppara\
reynum að virkja krakkana frá fermingu með góðri stemmningu við verðum að láta barnið vera stoltara\
rapp breik graffity og dj’arar jafnt og hiphop shit dæmið verður ekki flottara\

Við ætlum að skemmta okkur rosalega vel\
Ég tel, og þið endurtakið\
Númer 1: rífum af þakið\
Númer 2: dönsum þar til við fáum ill í bakið\
Númer 3: förum svo heim með gellu og bleytum lakið\

Ó já fyrst i mínum huga var hiphop aðeins tónlist\
En nú til dags lifi ég meira fyrir það en móses fyrir Krist\
Núna er það heita vatnið í ofnunum\
Köldu uppspretturnar í fjöllunum\
Bergmálið í höllunum\
Árnar í dölunum og broddarnir á skallanum\
Orðin í föllunum og oddarnir á örvunum\
Með orðunum tekst mér að sleppa við það að verða frávita\
Orðin breyttu mér úr áttavilltum hálfvita\
Var fastur á krossgötum í andlegum kulda en þráði hita\
Nú sit ég hér með penna og blokk að muldra og sannleikann rita\
Var fastur vakandi í martröð tilneyddur uppeyddur\
Var þreyttur eins og dópisti í meðferð sem var langt leiddur\
En nú er ég breyttur, hyper eins og viper því ég veit að ég mun aldrei hætta skrifa\
Ekki á meðan hnötturinn er heill, stjörnunar skína og manneskjur lifa\