ástæðan\
fyrir illskunni var hræðslan sem bjó í mínu hjarta\
á hjara veraldar búa kaldar mannverur sem eiga erfitt með að sjá það bjarta\
skarta fallegum hlutum, en um leið sveifla blóðugum kutum\
í blóði drifnum fötum, glötum við því eina sem við hötum\
okkur sjálfum, okkur finnst við svo glötuð\
útötuð í eigin blóði að reyna sleppa\
skreppa í burtu í smá frí hætta keppa í lífsgæðakapphlaupinu\
steppa á skýjum himnaríkis og eyða öllu kaupinu\
lífið er kreppa, en þú lyftir línunum upp með staupinu\
kemst aðeins nær guði\
ferð aðeins fjær þessu daglega puði\
snertir hendur guðs sem brosir blíðlega til þín\
drekkur meira líður svo vel færð þér sterkt vín\
svo fer andanum að svima fima sálin skýst út úr líkamanum\
og og þú lifir í endalausum tengingum og samböndum\
sem eru ekki til í raunveruleikanum…………………………..