Þetta er eiginlega fyrsta ríman sem ég hef samið. Datt í hug að skella henni hingað til að fá að vita hverju þarf að breyta og fá smá gangrýni…

Ég stend hér eins og illa gerður hlutur, ég á hvergi heima
Lít upp til himins og læta mig dreyma
Um betra líf handan þessa skýja
og bið Guð um að minningu mín varðveita og geyma
En ég horfi stoltur því að
ég hef komist svona langt og stend á mínum tveimur fótum
Í vösum mínum geymi ég pappíra dýrmætari en peninga,
þetta eru blöð með rapptextum og nótum
Þú heldur að þú getir fengið það sem þú vilt
Málið er bara að það fá allir sitt (það sem þeir eiga skilið)
Ég mun skapa mér nafn fyrir fleygar rímur og hart shit
Því einsog vitur maður, á steini byggi ég húsið mitt
Alltof margir halda að þeir geti byggt veldi sitt á sandi
Þeir eru í raun að grafa sér holu sem fyllist brátt af vatni
Og það sem þeir héldu að yrði ávallt traust reipi er orðið að slitnu bandi
Því að þeir sem hugsa stórt en framkvæma smátt
Komast aldrei hátt og munu aldrei ná langt
Mér finnst eins og þeir sem vinna fyrir sínu séu orðnir alltof fáir
En hinir læra fljótt að maður uppsker því sem maður sáir
Allt sem kemur í veg fyrir fullkomið líf finnst í 3 atkvæðum
Áhyggjum, vantrausti og vandræðum
Sem skýrist af óörygginu sem ég bý við
Stundum líður mér eins og einhver hafi stolið sálinni minni
En mér er sama hvar hann hefur falið þýfið
Hef ekkert við það að gera, vildi bara að ég gæti stytt mér leið í gegnum lífið
Svo ég gæti forðast að taka á við minn eigin ótta
ég hleyp til að flýja minn eigin flótta

(Viðlag)
Oftast þegar ég er einn læt ég hugan reika
og ímynda mér að ég byggi í fullkomnum sýndarveruleika
þá þyrfti ég ekki að rappa því ég hefði engar skoðanir
því ég sem texta um brostnar vonir og bældar hugsanir