Þetta er sóló lag með mér sem mun vera á skífu sem Nafnlausir gefa út í sumar/haust. Endilega gefið mér comment á þennan texta.

Vers 1.
Er heimurinn einn vígvöllur og er ég eitt fórnalamb
Hver er minn lífvörður, hvenær er mitt sólarlag
Ég er ekkert nema síli í þessu risavaxna hafi
Hver stjórnar mínu lífi, hvenær er fullskrifað blaðið
Ég leita af ferðafélaga sem vill fylgja mér í gegnum ferðina
Að finna þann fullkomna er líklegast erfiðast
Hindranir eru á vegi okkar en enginn of stór
Við hittum mikið af slæmu fólki og líka gott fólk
Með hverri mínútu sem líður styttist ferðalagið
Við eignumst afkvæmi, sem verða fullvaxin einn daginn
23 september 1983 er upphafið á minni löngu för
fékk nafnið Guðjón Örn, er framhald eftir þetta líf eða er þetta endastöð
er líf eftir dauða eða er dauði eftir þetta líf
gerið grín kallið mig aula, fer Gaui upp til þín á ný
ég vill svar, ég vill far ég finna hinn rétta stað
ég vill fá að lifa hið fullkomna ferðalag


vers2.
Hver er leikstjórinn hver stjórnar þessum mannlegu strengjabrúðum
Er ég hermaður á leið í stríð sem bíður eftir herlúðrum
Við hvern á ég að berjast, ég berst aðeins við sjálfan mig
Hvernig á ég að verjast þegar ég fæ endalausar ásakanir
Snýst þetta um að máta mig, eða á ég að máta aðra
Hvaða leið er rétt í gegnum ferðalagið hvert á ég að fara
Þegar ég kem að krossgötum hvernig veit ég hvað er rétt leið
Ég reyni að gera rétt eftir því hvað ég best veit
Get ég snúið tilbaka og rakið aftur gömul spor
Get ég leiðrétt gömul mistök á ég einhverja von
Er þetta rétt ferð, ferðin á hinn rétta stað
Ég hef hugsað of mikið um mitt langa ferðalag


Takk fyrir