hver dagur líður og ég lifi á lyfi guðs allsgáður\\
bíð ekki eftir góða tímanum, því allt er eins og það var áður\\
akurinn var vel sáður, svo ég get framvindunni verið háður\\
með jákvæðni í smákvæði, bræði ég mitt eigið hjarta\\
og reyni að skarta því bjarta sem ég hef\\
sleppi því að kvarta, og glaður gjafir guðs með mér gef\\
gref mína eigin gröf með gullinni skóflu sem hamingjan gaf mér\\
við og þið, ég og þú, öll heild úr sömu deild að reyna lifa vel hér\\
ég er sáttur svo nú ég sel þér, bita af velmegnun minni\\
var hungraður í það að verða glaður, en gleði býður aðeins upp á skyndikynni\\
hver maður er ekki aðeins gerður úr kjöti beinum og skinni\\
ég trúi, ég trúi því að maður þurfi að kafa inn í hugann, kafa djúpt\\
ég er löngu búinn, og þar sem ég fann hann minn innri mann var ekkert ljúft\\
hver dagur er slagur við mannkynið, sem er alvarlega sjúkt\\
ég lifi á nefi risa og býð eftir því að falla í ginið, hef þar lengi húkt\\
risinn er þynglyndið og þunglyndið er kviksyndið\\
sem þið ykkur við bindið ef þið hrindið öðrum fram af nefinu\\
keðjuverkun þyngslanna, smitast ekki með slefinu eða kvefinu\\
það smitast með efanum, ef þú þekkir einhvern sem er leiður áttu að gefa honum\\
gefa honum bita af gleði þinni, á meðan hún lifir því líf gleðinnar er stutt\\
ég hef hana oft á milli manna flutt\\
veiti öðrum hamingju með því að fela mín eigin vandamál\\
tek svo á þeim seinna hérna þar sem ég skrifa þetta, einn með minni sál\\
sálin er nálin sem sprautar inn í mig verkjalyfi guðs, verkjalyf guðs er framtíðin\\
bjartari tímar framundan, það er hægt að gleyma því sem kom á undan og þá hverfur kvíðin\\
því framtíðin er græna ófarna hlíðin\\
því framtíðin er lognið er úti er hríðin\\
framtíðin er bjarti komandi tíminn, góða veðurspáin\\
framtíðin verður fortíð, og þá er framtíðin dáinn\\




með hjálp vina og ættingja\\
tekst mér stóru bitunum að kyngja\\
reyni líka að hjálpa sjálfum mér að hjálpa mér, fer oft út í fjöru í sálskoðun og horfi til sjós\\
gerðu það líka því þar kemur ljós, hvort innri maður þinn á heldur á exi eða rós\\
það er svo ótrúlega erfitt að finna þessa umtöluðu innri ró\\
reyndi og reyndi hugsaði of mikið, stressaðist bara svo ég fékk nóg\\
reyndi að lesa fræðslu bækur en þær voru of langar\\
svo vissi ég sjálfur að flestar þessar lífskenningar eru rangar\\
lifi heldur ekki eftir reglum settum\\
ó nei ekkert vit í því að fara eftir öllum þessum stoppmerkjum\\
verkum sjálf okkar eigin örlög og drögum drög að orðum sögðum\\
lögðum við ekki okkar eigin stíg\\
ég lýt aldrei til baka er með of mikinn hálsríg\\
ég veit ég flýg ófleygri flugvél yfir Reykjavík, bíð eftir að brotlenda\\
en þangað til ég geri það reyni ég skilaboð út að senda\\
en þegar ég lendi brjótist þið úr þessum daglegu leiðindum\\
hefnum okkur svo á þessum fokking kviklyndu ráðherra kvikindum\\
þá hættum við að lifa í svarthvítum kvikmyndum\\