Ég þoli ekki þegar fólk virðir ekki mínar skoðanir/
lítur út undan, út í loftið og hlustar á sínar eigin hugsanir/
frá mínu sjónarhorni er þetta hin mesta niðurlæging/
að láta annað fólk hunsa sig, mér finnst ég verða að athlægi/
og þegar maður segir eitthvað og allur hópurinn er á móti manni/
standa allir saman eins og gott fótboltalið, já þetta þoli ég ekki/
manni líður eins og allt sé á móti sér jafnvel maður sjálfur/
er ég með tvískiptann persónuleika, já kannski með 100 andlitum/
sem segja öll sínar eigin skoðanir og þær eru ólíkar/
en kannski er þetta ekki slæmt kannski eru þetta bara hæfileikar/
að geta haft sínar eigin skoðanir og þurfa ekki að láta aðra tala fyrir sig/
en hver á að verja mannorðið ef eitthvað kemur fyrir mig/
þið skiljið hvað ég á við það hafa flestir lent í því að hafa öðruvísi skoðanir/
en sumir hafa ekki þorað að segja shit eftir það og látið hópinn sjá um allar hugmyndir/
en örfáir stíga upp með sínar eigin skoðanir/
og innst inni eru það þeir sem er borið fyrir mesta virðingin/