Jæja, allt að gerast hjá 50 Cent. Í Fréttablaðinu í gær var frétt um að hann og Jay-Z væru að fara að taka upp lög saman og fara á tónleikaferðalag. Síðan 50 Cent kom á Shady/Aftermath er hann búinn að vera gestarappari á Missy Elliott disknum, verður á nýja DMX,nýja Mobb Deep,nýja Dr.Dre og er einnig á La Bella Mafia með Lil´Kim(mæli með honum, furðu góður)…ég get líka mælt með mixtapinu Guess who´s back með 50,slatti af lögum og 3 freestyle minnir mig,mjög góður diskur.
Jay-Z var síðan að endurútgefa The Blueprint 2. Endurúgáfan er einfaldur diskur, 12 lög og 3 bónuslög,þ.á.m. remix af laginu með Panjabi MC sem er nú í spilun á PoppTV(hann hefði samt frekar mátt fá rappara sem rappar hraðar, t.d.Twista,samt ágætis lag) …en eins og flestir vita var Blueprint 2 of langur diskur og engin ástæða til að hafa hann tvöfaldan. <br><br>Oderint, dum metuant…
“I take the clip out, and hit you with the back of the gun/then put it back in and shoot you in the back if you run”.Jadakiss-“I don´t care”