Blinduð af gróðarhyggju svo við sjáum ekki eigin spillingu/
Smíðum verðlaunaskáp í huga okkar og um ævina fyllum hann af vinningum/
Aðrir skipta okkur ekki máli nema það megi græða af þeim/
Keyrum á götu gróðans og til að halda fengnu skiptum við stöðugt um akgrein/
Flöggum fána eigin stolts og plöntum honum í jarðveginn/
Því þannig höldum við höfði á meðan aðrir svelta en líkamar okkar akfeitir/
Spilum eftir súluritum hagnaðar en ekki eigin hamingju/
Lifum í falskri velsæld en undir niðri færumst sífellt skrefi nær fallinu/
Gildi gefin manninum aðeins úrelt eigin tímarás/
Ef það er enginn takki til að ýta á þa er ekkert vað til að ríða á/
Kæfð af eigin egói því þar sem við stöndum mun enginn standa/
Lifum aldrei við nógu háa staðla lífsins því sjálf sköpum við eigin staðla/
Munum fegin falla frekar en að lifa í víti meðalmennskunar/
En sækjumst soltin eftir lærdómi lífsins og ósátt við stöðu eigin menntunar/
Við drögum okkur sjálf á asnareyrum en blinduð fyrir því/
Lítum til nágrannans í stöðugu kapplhlaupi og sækjum í hans hyllindi/
Minningin um okkar barnæsku sorfin undir okkar gróðarþorsta/
Orð um okkar hamingju skiptast fljótt út fyrir samnsafn tómra orða//

X2
Adam var ekki lengi í paradís svo afhverju ættum við/
Við rísum ekki upp á afturfótunum heldur áfram æðum við/
Við förum ekki á bil beggja heldur þrömmum við beina leið/
Við byggjum ekki við okkar sál svo við göngum áfram eiðandi/
<br><br><b>Ravage</b>
<a href="http://kasmir.hugi.is/Ravage">kasmir.hugi.is/Ravage</a
Fylgstu með