þetta lag er nýtt sóló lag með mér… væri gaman að fá smá comment á þetta lag. Vona að það fari ekki framhjá neinum um hvað þetta er. Veit um nokkra sem misskildu þetta… En endilega gefið mér álit á þessu.


Ég hef fengið nóg af þér, ég vill aldrei þurfa snerta þig aftur
Ég er fastur með þér og sökkinn dýpra og dýpra og á botninn laggstur
Eitt sinn fann ég ást á þér en núna finn ég ekkert nema hatur
Því þú gerir mig skemmdan og karakterinn minn verður alveg glataður
Ekki verður dagurinn á eftir betri þar sem hugi minn er skaddaður
Heilu kvöldin hverfa þar sem þú slökktir alveg á huganum
Ég kann ekki að stoppa og ég fæ mér of mikið af þér og verð ruglaður
Það er þér að kenna að peningarnir mínir hverfa alltaf strax
Ef ég fell fyrir þér þá, hverfa ekki bara peningarnir heldur allt
Allt sem ég á, allt sem mér þykir vænt um, allar mínar eignir
Allir eru þreyttir, margir verða breyttir, en þú ert það sem leyfir
Mér margt sem ég myndi ekki gera án þess að vera með þér
Ég sofna stundum út af þér og þú liggur þá alltaf í fanginu á mér
Ég á venjulegt líf, en þegar flaskan er opnuð breytist það í botnlausa synd
Líf mitt verður siðblint, þú dregur af mér ekkert nema slæma mynd
Mér finnst þú aðlaðandi en þú ert ekki það sem ég þrái það sem ég vil
Ég hata þig, ég hata þig mest af öllu sem ég gæti hatað í heiminum
Hatrið mitt magnast og magnast með hverjum deginum
Sem lýður, ég hugsa alltaf til þín og verð reiður, sé vandamál til að etja við
Ef það væri hægt að drepa þig væri ég fyrir löngu búinn að drepa þig


2x Viðlag
Ég hata þig, ég hata þig, máttur þinn er of sterkur
Ég hata þig meira og meira en veit ekki afhverju
Ég hata mátt þinn og álögin sem þú lagðir á mig
Ég hata kraft þinn svo ég legg árar í bátinnÞrátt fyrir allt þetta hatur þá er þetta bara ást
Ég vildi að við gætum farið að slást
en hvernig eigum við að stunda slagsmál
Þótt ég segi þessu sterku orð, þá get ég ekki hatað þig
Ég græt í hjóðum því ég sakna þín, fíkn mín er óbjargandi
Þeim fleirri prósent því meira verður þolið, ég get borið
Mikla birgð og ekki drepist, er ég alki eða hvert er ég kominn
Ég ráfa um göturnar með þig við hönd, þú hefur öll þau völd
Sem þarf til að stjórna mér, þú ert alltaf í sókn, ég sé um að spila vörn
Ég er eilífur varnamaður sem fell í gildru áfengisfíknar
Þótt ég vill fá í glas frekar en að reykja gras fæ ég bara skítkast
Ég reyni að sigra fíkn mína með að setjast niður og ríma
Tala um hatur mitt, segist hata þig en í raun sakna ég þín
Hef aldrei prófað Hass, kók, LSD né Amfetamín
Aldrei prófað eiturlyf aldrei tekið smók af sígarettu
Þetta er mitt líf, ég vill hafa stjórnina en þú hefur betur

Viðlag