hinum megin, við vegginn þar er himnaríki falið
þar á bakvið, áfangastaðurinn sem ég hef valið
áfram geng ég, gegnum erfiðleika hef ég staðið
og stend þangað til, síðasta stafinn set á blaðið
ég hef ferðast, séð hluti deyja og lifna við aftur
en ég verð að, halda áfram annars sit ég fastur
hvar ég enda, er óvíst nú en bíður bak við hornið
bíður birtu af sólarljósi sem rís upp á þessum morgni
finn það nálgast, ég heyri kallið sem drýfur mig áfram
sé það skýrast, sé stjörnur safnast saman kringum mánann
norðurljósin, þau lýsa leið og dansa í kringum mig
fagna bjartsýni og vilja mínum til að finna frið
ég stoppa, og virði heiminn fyrir mér
ég horfi, og reyni að sjá út hvar ég er
fundið leiðir, ákvarðanir sem stytta biðina
núna tíminn kominn er ég fæ að sjá á hina hliðina


horfi áfram, sé ljósið koma upp við sjóndeildarhringinn
kafa niður, að ljósglætunni áfram ég syndi
næ á botninn, og spyrni aftur upp á yfirborðið
reyni að lýsa því sem ég sé en kem ekki upp orði
breyti um lit, og smám saman ég blandast umhverfinu
breyti um lögun, sé nýja og ferska hlið á lífshlaupinu
veit nú meira, en fæstir fá að vita á heilli ævi
náði að fara réttu leiðirnar og grípa tækifæri
ferðalagið, ég veit mun einhverntíman taka enda
beina línan, vegvísir sem sýnir hvar ég mun lenda
strik á korti, …fyrir mig þýðir eitthvað stærra
horfi, niður til himins því ég stefni ennþá hærra
ljós í myrkri, …sem lýsir leiðina heim
stækka skrefin, finn að ég fer nú rétta leið
dauðaþögn, sé guðdómlega birtu koma yfir mig
kominn á leiðarenda og lifi nú á hinni hliðinni
______________________________

ég er að fara að taka þetta upp um páskana, það er eitt vers í viðbót sem ég á eftir að klára…
<br><br>.Hugleikur.