Skopparar. Drengir mínir, eins og frægt skáld á benti, þá minnið þið helst á hina fornu “kúkalabba” í klæðnaði þessum. Sem einmitt höfðu oft buxurnar á hælunum líkt og þið. Skopparar kallið þið ykkur og eruð þó komnir á táningsaldur, jafnvel eldri! Er hopp og skopp ekki fremur ungdómslæti en nokkuð sem karlmaður vill láta kenna sig við?

Og hvað með þennan gaur sem heitir eftir smartís og semur nýkvæði um móður sína? Afhverju buktið þið og beygið ykkur fyrir slíkum manni? Hér áður fyrr höfðu drengir fágaðar fyrirmyndir, líkt og Jónas Hallgrímsson eða Jón Sigurðsson.

Fyrst að þið hrífist svo af menningu blökkumanna, afhverju ekki að hlusta fremur á ljúfmenni eins og Louis Armstrong og slíka, nú eða fara með kvæðið sígilda um litlu negrastrákana, í stað þessara óláta!