þetta er seinna versið úr lagi frá mér sem ég kalla “Heimsvaldastefna”


Valdamenn lofaðir með óformlegu taumhaldi
brjóta öll viðmið þeir lifa á fráviki
það er eins og að þeir líti á stríð sem einhverja míkró rannsókn
en í rauninni er þetta eitt rísastórt vandamál
yfirstéttinn hugsar um hvað á næst að sprengja
hugsa dæmið ekki útí enda og lægri stéttirnar rengja
þetta eru léleg vísindi það er engin rökfasta
bara hugsa um eigin barm og írak skal vera blastað

ég er alveg sammála um að saddam ætti að vera leystur frá störfum
en þá verða konur börn og gamalmenni föst í lömun
allir saklausir einstaklingar verða líka drepnir
ef einhver kemst lífs af þá mætti kalla það heppni
ef þetta er eina heimsvaldastefnan í dag
þá er heimurinn á leið í glötun það er satt
er það félagslegt festi hjá valdamönnum að gera þessa hluti
þeir ættu að einbeita sér að góðverkum, ekki troða öllu undir