Það hafa sumir hérna verið að segja að Blazroca sé með innihaldslausar texta. Ég hef verið að hlusta mikið á Rottweiler núna undanfarið og tók eftir textagerð Blazroca. Hann er ekki með innihaldslausa texta. Í laginu Þú skuldar þá er hann að rappa um sama efnið og þannig, en svo koma setningar sem eru út úr kú, bara til að láta ríma hinsvegar svo kemur hann sér aftur að efninu. T.d. í Þú skuldar þá er ríman svona “þótt að ríkissaksóknaranum langi að loka mig inni/kærustunni þinni finnst ég góður í skyndikynni” svo kemur hann sér aftur að efninu. En sumir hafa sagt að hann hefur verið að bæta textagerð sína, það getur verið satt en ég hef ekki hlustað á gamla diskinn lengi svo ég man það ekki.