Þar sem ég er arfaslakur að semja á engilsaxnesku en get þó rappað hana án þess að það heyrist í minni íslensku tungu í framburði, óska ég eftir samstarfi við textasmið sem getur tekið við hugmynd og skilað henni á ensku, fyrir góðan gaur eru góðir gaurar í boði.Hérna er ein glæný ríma til að fylla upp í þessa grein.Hún er um föðurbróður minn sem lamaðist fyrir 20 árum í bílslysi fyrir neðan skíðaskálan í Hveradölum, en félagi hans var mun heppnari og lét lífið samstundis.

Hellisheiði
gatan leiðir
hálkan leynist
vegur gleymist
nú á reynir
hvort það beynist
spjót að mér
eða er einhver
hér með mér
sem dæmdur er
af nornum þrem
sem ég ei tem
en um þær sem
skáldafjötra….
Nú ég nötra
skelf og kjökra
blóði drifna
fata tötra
voru að rifna
utan af mér
við að lifna
var ég var við
hendur stífna
líf hans farið…….