Það sem á mesta hrós skilið fyrir mikla grósku í íslensku hiphopi undanfarið er án efa múzik.is útvarpsstöðin (88.5). Það væri ekki nærri jafn margir að gefa út tónlist ef væri ekki fyrir tækifærið sem múzik hefur fært íslenskum röppurum, og þannig hvatt þá til að halda áfram að betrum bæta sig og fleiri til að slást í hópinn. Ég stillti á hana um daginn og heyrði þar lag með sum41 og hélt ég ætlaði ekki að verða eldri (btw ég vissi það ekki, vinur minn sagði mér það). Þetta er STÓRSLYS í íslenskri tónlistarsögu….. En eitthvað segir mér að gróskan í rappheiminum, sem var farinn að taka yfir hinn heimskulega fm markað, hafi vaxið mörgum efnamönnunum í sýn, og því kem ég með samsæriskenningu að stöðin hafi verið keypt af mönnum sem telja hiphop auka undir hassreykingar hjá ungu fólki. Því fordæmi ég Móra fyrir myndbandið sitt “grænir fingur”. Honum ásamt fleirum finnst hass og gras-reykingar vera betri en áfengi, bæði afleiðinga áhrifa og eftirkasta. Ég skil það fullkomlega, trúðu mér. En að flassa þessu fyrir samfélagi sem finnst “hestafóðrunin” verri en áfengið, og fordæmir “hestafóðrunina” er ekki til bóta.
Því skora ég á eitthvern athafnasaman mann til að opna strax nýja útvarpsstöð með áherslu á hiphop(helst íslensku) og AUGLÝSA…. annað en múzik88.5 gerði. (Þeir sem vita það ekki, þá er það þannig sem útvarpsstöðvar fá tekjur sínar).