Ég vildi fá að skrifa þanng að allir sæju.

Í fyrsta lagi þá sagði greinarhöfundur að þeir eru rap, en ekki hiphop. Ef að einhver er rap, þá er hann hiphop.
Ef einhver rappar þá þarf hann kannski ekki að vera hiphop. En samt sem áður er rappið eitt af fjórum elementunum. En þessi umræða er fáránleg. Mér finnst leiðinlegt hvað fólk þarf alltaf að telja allt sem er of ‘sellout’ sem rap, og það sem það fílar sjálft ‘hiphop’. Þetta er bara asnalegur hugsunargangur. Igore eru ekkert annað en rapp, þeir rappa bara, notast við sömpl og fleira í þeim dúr. Þótt að margir fíli þá ekki og finnst asnalegt að þeir séu á popptíví þá eru þeir alveg að gera hiphop tónlist.

Hvað varðar Five, þá myndi ég, persónulega, ekki skilgreina þá sem hiphop, þrátt fyrir að þeir styðjist við rap, einfaldlega útaf því að þeir syngja meira en þeir rappa. Þeir syngja mjög poppuð lög og ég held að þeir telji sjálfa sig ekki sem eitthvað hiphop hljómsveit, þrátt fyrir að einn í hljómsveitinni hafi verið solo mc áður en hann fór í poppið.

En the bottom line er fyrir mér að þrátt fyrir að fólk vilji ‘halda’ hiphoppinu eitthvað ‘hreinu’ og laust við eitthvað fólk sem þarf bara vinsældir, þá er Igore hiphop. Ef einhver er á annari skoðun þá er það bara fínt og vona ég að sá aðili færi góð rök fyrir sínu máli.