Ungur drengur nýbúinn með níunda bekk\
Á leiðinni í tíunda, honum mjög vel gekk\
Ætlaði skólann vel að stunda, mætti fyrsta daginn\
Tilbúinn í slaginn\
Svo rosalega hæfileikaríkur, svo laginn\
Enda rann hann létt í gegnum fyrstu önn\
Hlustið vel kennarar því sagan sem er sögð er sönn\

En var hann tilbúinn í þá seinustu\
Allra mikilvægustu, ekki mikill tími hann átti kærustu\
Nú var það allt eða ekkert eða svo hann hélt, þurfti að takast á við þá stærstu\
Kvíðinn magnaðist og hann varð æstur, smáhlutir gerðu hann graman\
rauðan í framan, svitnaði oft og tosaði í kragan\
fékk oft út af vondum líða kvíðaverki í magan\
skyndilega helgreip hún hann, grimm alvaran\
chillið og hlustið áfram því hún er rétt að byrja sagan\

Ungur drengur nýbúinn með níunda bekk\
Á leiðinni í tíunda, honum mjög vel gekk\
Ætlaði skólann vel að stunda, mætti fyrsta daginn\
Tilbúinn í slaginn\
Svo rosalega hæfileikaríkur, svo laginn\
Enda rann hann létt í gegnum fyrstu önn\
Hlustið vel nemendur því sagan sem er sögð er sönn\

Kennararnir byrjuðu óviljandi á villandi máta að hræða krakkana\
Nemendurnir hræddust framtíð sína og fengu verk í hnakkana\
En okkar maður hafði mikinn styrk, hann var viljasterkur\
Það hlýtur að hafa verið mikill kvíði og sjúklegur höfuðverkur\
Sem honum náðu, líkaminn og sálin honum tjáðu og ljáðu að hann þetta gæti\
Þrátt fyrir lítinn mátt höfðu aðrir hátt og lítil var einbeitingin því allir voru með læti\
Hann reyndi að ná áttum villtur, en undir lokin náði hræðslan við mistök tökum\
Við sökum engan, en auðvitað höfum við velt fyrir okkur hvað var að mengan\
Angran stangann vankaðan ungann manninn svo sterkann\
Var það vegna kvíða\
Var það hræðslan við að bíða\
Var óveður í huga hans eða blíða\
Allavega ætlaði þessi kvíði honum kollríða\
Varð einn daginn allt í einu óglatt rétt náði fram á klósett að skríða\
Allt álit sitt á lífinu sem er skítt hrundi, allt hrundi sem hann var búin að smíða\
Ældi og ældi\
Lagðist upp í rúm og í lífinu pældi\
hann gat ekki meir brotnaði niður og skældi\
nældi sér í óráði í óráðlegar hugsanir sem hann við gældi\
hún er ekki gefins, sældin\
öll ævin rifjaðist hratt upp, en það var framtíðin sem var að hræða þennan dreng\
píndi sjálfan sig allt þar til sál hans fór í keng\
jörðin var að fara skila sínum dýrmætasta feng\

Ungur drengur nýbúinn með níunda bekk\
Á leiðinni í tíunda, honum mjög vel gekk\
Ætlaði skólann vel að stunda, mætti fyrsta daginn\
Tilbúinn í slaginn\
Svo rosalega hæfileikaríkur, svo laginn\
Enda rann hann létt í gegnum fyrstu önn\
Hlustið vel gerendur því sagan sem er sögð er sönn\

Hann lengi lá í dökkri hugsun og ranghugmyndum\
Við öll finnum stundum fyrir vissum kenndum\
Löngun til að hætta og sleppa öllum lausum endum\
Við verðum bara að lifa, sama í hverju við lendum\
við skilaboðin til ykkar sendum, því þetta er verndun\
á ungum stúlkum og drengjum\
því Langflestir eru að reyna vera bestir í einhverju\
sumir er fæddir úr móðurkviði til að deyja, aðrir dóu í verju\
spurningarnar eru margar en svörin svo óþægilega fá\
veit það eitt að þú skalt rækta hugann og í hann sá\
því hamingjan er falinn þar sem erfitt er að ná\
hann var vel upp alinn en veröldin var of grá\



Þetta er gamall texti sem ég var að setja í nýjan búning setti hann hérna bara svona upp á gamanið, erfitt að breyta svona helvíti. En vonandi virkar þetta eitthvað segið mér það?