Þegar ég lít um öxl sé ég hvað ég hef þroskast hratt/
Gekk í það heilaga með lífinu og hef átt stormasamt hjónaband/
Okkur vantar ekki deilurnar, já lífið er hörð húsfreyja/
Brennir allar brýr að baki mér og ég get bara horft á brunarústirnar/
Ég reyni að taka í tauminn og storka örlögunum/
En blóðið storknar í æðunum meðan ég tapa bardögunum/
Mér langar til að skila lífinu því ég hef aldrei viljað það/
Hef lifað í andlegri vosbúð og á svo sárafáar góðar minningar/
þær eru frosnar í römmum en þýðast í gleymskunni/
því það er ekki pláss fyrir minningar þegar ég er að reyna að læra af reynslunni/
Sit svo sárþjáður, græt tárum og reyni að loka augunum/
en lífið hefur smogið sínu eitri um allt og sest að í draumunum/
og með sínum ískrumlum hefur lífið náð á mér heljartaki/
finn brak svo brestur bakið og þetta endar allt með tapi/
og bróðir lífsins, dauðinn kemur og tekur í mína hönd/
ég geng inn í myrkið of snemma því ég entist ekki tímans tönn/