DaC hefur póstað eins og óður maður hérna. Hann sér sér heldur aldrei fært að svara einum né neinum heldur æðir áfram ritvöllinn og byrjar á því að gagnrýna fleiri. Hann virðist sjá inn í hugarheim íslenskra rappara, að eigin sögn, og reynir að raska rónni sem hefur verið í íslensku rappi. Þessi grein um ógnarjafnvægið hefur fyllt mælinn. Í fyrsta lagi þá gefur hann sér það að Dóra líki ekki við Erp og fleira í þeim dúr. Í fyrsta lagi verð ég að segja að margir af þessum sem hann nefnir fíla svipaða tónlist, þ.e.a.s. innan rappsins. Því eru þeir oftast inflúnsaðir af svipuðum hlutum. Margir þessara verja líka miklum tíma saman. Þannig að þeir sem eyða einhverjum tíma saman fíla oft svipaða tónlist. Flestir, vonandi allir, gera tónlist sem að þeir sjálfir fíla. Þess vegna fíla flestir þessara sem DaC nefndi sjálfsagt hvorn annan, eða einhvern hluta af því. Ofan á það bætist það við að þessir rapparar gefa hvor öðrum útskýringar á topicum og svo mætti lengi telja.
Hins vegar má líka spyrja, ef að einhverjum þeirra líkaði ekki við stöffið sem hinn væri að gera af hverju ætti hann að vera að flagga því? Til þess að skapa ófrið? Ég skil til hvers það á að vera.