Ég skrifa kvörtunar bréf til heimsins og kvarta sáran undan öllum þessum óróa/
Ég kvarta sáran undan fljúgandi byssukúlum og stríðum milli þjóðflokka /
Ég sendi þetta bréf til að kvarta undan þínu frumsamda leikriti/
Þú ert búinn að missa stjórn á brúðunum hvað gerðist …slitnuðu strengir/
Ertu ekki fær um að gera allt ..hvað með að fækka dauðsföllum/
Ég vill heyra friðasöng engla en í Hausnum glymja hávær stríðsöskur/
Ég kvarta yfir þínu kæruleysi ..ég spyr nú bara hvort þú sert á villigötum
Misstir þú áhugan á þínu sköpunarverki hvað gafstu upp á þínum leikföngum/
Vorum við svona leiðinlegt skemmtiefni að þú gafst upp á skemmtanagildinu/
Eða gerðuru ekki ráðstafanir fyrir gölluðum vörum þa fórstu strand í þinni siglingu/
Þú samdir leikreglur fyrir nokkuð þúsund árum og ætlast til að þær séu gildar enn/
Leikurinn hefur þróast í gegnum aldir svo ekki ætlast til þess að við fylgjum þeim/
Hvað fór með loforðið að messias myndi koma aftir það eru liðin 2000 ár/
Við getum ekki beðið endlaust eftur honum til að leysa okkar vandamál/
Eg legg áerslu enn og aftur á tilgang bréfsins ..”gerði eitthvað í málinu”/
Annars missiru tökin endalega og það fer En verr fyrir heiminum/
<br><br>undirskrift pósts