Mikið af góðum instrúmentulum hafa dúkkað upp hér á fróni upp á síðkastið, en allir virðast þeir brennimerktir einu; Einsleitni.

Afhverju finnst mér það merkilegt ef íslenskur rapp instrúmentall inniheldur meira en eina melódíu? svo virðist sem flestir pródúserar búi til flottar “lúppur” en ekki flott lög. Einu breytingarnar eru oftast bara það að slökkt sé á vissum hljóðrásum, t.d. dettur takturinn stundum út eða bassinn, en annars er lagið eins út í gegn.

Vissulega eru margir góðir og gildir hip hop klassíkerar svona en hér á landi virðist þetta nánast vera regla. Kæru pródúserar hlustið svolítið á Wiseguys, RJD2, DJ Shadow o.s.frv. en ekki bara á DJ primier og hans líka, eins góður og hann er…

Hafið þið lesendur eitthvað um þessar skoðanir að segja? endilega talið…