Ég hef tekið eftir því að atburðirnir eru alls ekkert alltaf skráðir og oft þá of seint ef ekki eftir að atburðurinn átti sér stað… og þykir mér það frekar pirrandi vegna þess að ég frétti eiginlega ekki um neitt svona nema þá hérna á Huga og t.d. hef ég þá misst af nokkrum hiphop djömmum sem ég hefði viljað fara á.
en ég var þess vegna að spá hvort einhver gæti sagt mér hvort það væri einhver önnur síða sem heldur betur utan um alla hiphop tengda atburði (hversu litlir sem þeir eru) eða hvort þeir sem vita um þá geti ekki reynt að skrá þá um leið eða e-ð… veit vel að maður nennir ekkert alltaf að vera að því eða hefur ekki tíma og hugsar bara að næsti maður reddar því en ekki einsog þetta skipti neitt rosalega miklu máli en samt finnst mér mega benda á þetta og vonast til að einhverjir finni sér tíma til þess í framtíðinni… thx 4 listening!