Er eitthvað varið í þetta?

Ég fæddist ekki nakinn, fæddist með penna og blaðsnepil/ og hæfileika til að semja texta, eitthvað í líkingu við það hafði aldrei heyrst fyrr/ Já þegar ég gríp í mækinn efast fólk um að þetta sé raunveruleikinn/ reynir samt að njóta vafans því þetta endist ekki lengi/ erfist kynslóð eftir kynslóð, hæfileiki hinna fornu kvæðimeistara/ penninn verður að ósigrandi vopni er ég rita á blað/ alveg magnað, þegar rímurnar fara sinn farveg flæðandi/ andrúmsloftið fyllist af sálu minni og verður kæfandi/ mér er alvara, tilbúinn að taka mínum örlögum/ mun flytja mín kvæði, í endalausum krossförum/ sumir skella skollaeyrum við mér, efa minn rappferil/ sama hvað ég reyni að nálgast þau, reyni mismunandi aðferðir/ þá yfirgefa þau mig, já skilja mig einan eftir/ búinn að fá nóg af mótvindi, en það eina sem mig vantar er örlítill meðbyr/

Viðlag:
Ég er boðberi sannleikans þegar ég flyt mín erindi/ en það er sama hvað ég geri, skil bara eintóm mistök eftir mig/ Að vera eða ekki vera, það er spurninginn/ kannski erum við ekki til aðeins tóm ímyndun sem byggir mannheiminn/ X 2

Ef maður lifir rétt deyr maður einsog maður var við fæðingu/ saklaus, fullkominn þarf ekki að fara í endurhæfingu/ hver er tilgangurinn í að byggja upp sitt líf/ ef fólk brýtur þig niður aftur og aftur og maður þarf að byrja uppá nýtt/ raða saman brotunum úr mölbrotnum rústum/ og það eina sem ég hef er þessi örlitli lagastúfur/ Ég er LameName og þetta eru Efasemdir lífsins/ sama hvað ég reyni að losna, er ég alltaf fastur í því/ maður hugsar með sér; “ég næ þessu á endanum”/ en það er bara allsenginn endir á þessum endalausu mistökum/ alltaf sama villan sama ranga valið/ ég hef aðeins lifað í hörðum heimi og geri því hvað sem er fyrir allt hitt/ já það hefur allsenginn trú á því sem ég geri/ það eru alltaf hinir saklausu sem af samfélaginu eru álitnir sekir/ svona er það að lifa við andlegan skort/ allt í kringum þig, fólk að hæðast að þér en þú getur bara horft/

Viðlag:
Ég er boðberi sannleikans þegar ég flyt mín erindi/ en það er sama hvað ég geri, skil bara eintóm mistök eftir mig/ Að vera eða ekki vera, það er spurninginn/ kannski erum við ekki til aðeins tóm ímyndun sem byggir mannheiminn/ X 3
<br><br>Ha, ég?