Eins og einhver nefndi áður hér á korknum eru lög af bumsquad disknum að tröllríða öllu á Muzik.is, og er það vel því greinilega er af mörgu góðu að taka á þeim bæ.

Nú vill ég fá að gagnrýna það sem ég hef heyrt: Þrjú lög standa sérstaklega upp úr að mínu mati, og þau raða sér líka í þrjú efstu sætin:

Pempin - O.N.E.
Straight Execution - Tiny
og Vopnaalda - Steingervingur

Pempin og S.Exe. eru frekar lík, bæði að uppbyggingu sem að röppurum, það er; Kúl laidback undirspil sem stendur fyrir sínu út í gegn (og skiptir litlu þó það breytist varla neitt),og bæði á (nánast óaðfinnanlegri) ensku með röppurum sem flæða svipað (meiraðsegja svipuð rödd). Mér finnst Tiny standa sig örlítið betur en Opee, en aftur á móti er Eternal betri en Palli á tökkunum að mínu mati. Brill lög.

Vopnaalda er svo af svolítið öðrum meiði: Rapparinn á Íslensku og djúpraddaður, og Hermigervill flippar svolítið í pródúseringunni, fer hingað og þangað með lagið, en með góðum árangri (syntha kaflinn sérstaklega flottur). Þetta lag er meira svona “Banger” en rólegheit. Þar sem Hjalti og Sveinbjörn eru mínir menn finnst mér Vopnaalda best :)

skytturnar eru líka með ágætislag þarna en viðlagið fer dáldið í mig, sem og fyrri rapparinn í laginu.

UranUz eru svo því miður lélegar í meira lagi þó undirspilið þeirra sé svosem flott (Tombstone?)

Meira hef ég ekki heyrt af þessu disk.

Hvað finnst ykkur þarna út um þessi lög?