Af hverju ætti mér ekki að vera sama hvað er að gerast í umheiminum/
Mér langar bara að reykja hass og drepast úr leiðindum/
Hvað kemur stríðið mér við, kannski ég ætti að mótmæla því og biðja um frið/
Og ef ég er heppinn kemst mynd af mér í rifnum buxum í sjónvarpið/
Ég hef enga vinnu, bý út í sveit í gömlu húsi með fjölda manns/
Við erum svo löt að við nennum ekki í bað, sérðu ekki öfgana/
Ég hlusta á bítlana, gera handtak, ég á ekki eftir að meika það/
Hassið er að steikja mann, ekki með mikið milli eyrnana/
Fólk álítur mig dópista en ég er bara einfaldur friðarsinni/
ég nærist á stríðinu en ég vona að á endanum að mitt lið vinni/
Samt ekki strax, segji samt öllum að ég vilji að þessu linni/
Ætla að reyna að finna rænulausa stelpu og fá smá skyndikynni/
Hvaða læti eru þetta, mér langar bara á tónleika/
og sjá aðra unglinga jafn útreykta/
Með tvo fingur upp í loft, tel mig hafa frekar gott tóneyra/
Fólk hneykslast yfir mér og segir mig sóðalegann/
Bítlarnir eru lélegir en hvað með það, þeir bera boðskapinn/
Allir vita að við þurfum bara ást og kannski smá samfarir/
Ég huxa bara um sjálfan mig, af hverju fæ ég svona ljótt umtal/
Fólk er svo… æ hvað var orðið aftur, nenni ekki að muna það/
Þótt kynlíf sé efst í mínum huga þýðir ekki að ég sé dónakall/
Ég er ekki nógu þroskaður til að takast á við veruleikann, ég er bara blómabarn/

Friður sé á jörð, við skulum öll vera vinir/
Komdu inn í komúnuna mína, við skulum stunda kynlíf/
Þótt friður sé lítt þekkt hugtak skulum við samt halda hátíð/
Svona er náttúran, svona er ástin/

Ég er búinn að safna hári í tvö ár en nú er það byrjað að detta af/
Ég hefði kannski átt að gera eitthvað til að losna við lúsina/
Hassið er að sturla mig, ég þarf að boða frið í guðana bænum/
Hleyp á sprellanum og öskra pís og er barinn niðri í bænum/
Ég verð að fyrirgefa náunganum, ég veit hann gerði þetta í ölæði/
Ég veit ég er óþolandi en þetta var nú óþarfi/
Ég trúi ekki á peninga, ég rækta minn eiginn mat/
En sama hvað ég rækta, það eina sem dafnar er hassplantan/
Ég þoli ekki peninga, kannski vegna þess að ég á aldrei eftir að eignast þá/
Því ég er of mikil skræfa til að stela og hungrið kreystir bara fram fleyrri tár/
Ég sníki mat og mér er sama þótt hann sér útrunninn/
Ég meina, ég keyri um á blómamáluðu rúgbrauði/
Ég datt út úr skóla og er ekkert að stefna á vinnumarkaðinn/
Því ég er latur vinnukraftur og er alltaf síkvartandi/
Af hverju er lífið svona ósanngjarnt við mig/
Ég tilbað móðir náttúru, ég er bara fokking hippi/
Ég myndi frekar svelta í hel frekar en að kaupa mat/
Því ég nenni ekki að gera handtak, ég er bara blómabarn/

Friður sé á jörð, við skulum öll vera vinir/
Komdu inn í komúnuna mína, við skulum stunda kynlíf/
Þótt friður sé lítt þekkt hugtak skulum við samt halda hátíð/
Svona er náttúran, svona er ástin/

taktinn er hægt að nálgast á www.zebox.com/eddi og heitir hippi