Færir mig úr lörfum ótti og hatur nú
í litlu lævísu ljósi eða hvað heldur þú
að geti gerst fyrir lærdómsfúsan dreng
sem kunni ei að hata fyrr á árum
en lærði hratt og hreint að drepa vit
fann mér ljótar hugsanir og nærði mitt
sem Konfúsíus sagði hættu bjóða heim
og ryki slá í augu á þeim
sem smíða orð sín úr brothættu hvössu grjóti
sem molnar sundurvið minnsta andvarp, mótlæti
en ég kunni mér ekki hóf ekki læti
og trúði enn á megin og mátt
en hafðu ekki um það hátt
að sverð mitt er brotið
þrek mitt þrotið.
—–